Hvasst fyrir vestan, snjór fyrir austan

Búast má við hvassviðri á sunnanverðu Snæfellsnesi í nótt og …
Búast má við hvassviðri á sunnanverðu Snæfellsnesi í nótt og Kjalarnesi snemma á morgun. Þá gæti snjóað á Fjarðarheiði fyrir austan. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Spáð er allt að 35 metrum á sekúndu á sunnanverðu Snæfellsnesi í nótt. Þá gæti orðið nokkuð hvasst í fyrramálið á Kjalarnesi, en lægja ætti eftir klukkan 9. Á Austurlandi mun svo snjóa í um 700 metra hæð og því er gert ráð fyrir krapa á Fjarðarheiði í fyrramálið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Með lægð af köldum uppruna sem fer suður yfir landið i nótt og fyrramálið er reiknað með að það hvessi, um landið vestanvert. Spáð er snörpum hviðum og hliðarvindi frá 30-35 metrum á sekúndu á sunnanverðu Snæfellsnesi frá því í nótt og fram á morguninn, en síðan lægir heldur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert