Vigdís Hauks segir „súrríalískt andrúmsloft“ í Leifsstöð

Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir mbl.is/Rax

„Það er orðið súrríalískt andrúmsloft í Leifstöð sem ISAVIA ohf ber ábyrgð á,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis í færslu sem hún birti á Facebook í kvöld. „Þetta er einmitt sama flugstöðin sem kolféll á öryggisleitarprófinu – sumir eru límdir við stólana sína sama hvað gengur á…“

Í færslunni deilir þingmaðurinn grein með fyrirsögninni Endalausir hálfvitar í Leifsstöð en sú birtist nafnlaus inni á 

Neðan við færsluna deilir þingmaðurinn grein, sem birtist á vefsíðunni Fararheill.is í dag. Höfundur greinarinnar kemur ekki fram undir nafni en hann er harðorður í garð stjórnenda Keflavíkurflugvallar og segir þá hálfvita. Greinarhöfundur gagnrýnir yfirstandandi framkvæmdir í Leifsstöð og segir fólk heppið ef það tekur það aðeins klukkustund að komast í gegnum öryggisleit og að þeir sem hafi ekki áhuga á að versla þurfi að standa uppréttir fram að flugi.

Þetta heitir á frummálinu LÉLEG ÞJÓNUSTA. Og léleg þjónusta á stað þar sem fólk hefur ekki val um annað heitir MANNVONSKA,“ segir í greininni.

Skjáskot af færslu Vigdísar
Skjáskot af færslu Vigdísar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert