Hannar umhverfisvænt geimskip

Hinn ellefu ára gamli Ásgeir Valur Kjartansson hyggst hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Ásgeir safnar áheitum fyrir Neistann, félag hjartveikra barna, en hann er sjálfur með hjartagallann Fernu Fallots og hefur farið í hjartaþræðingar og aðgerðir á erlendri grund vegna þess. 

Ásgeir stundar íþróttir af kappi þrátt fyrir hjartagallann og er einnig með háleit markmið hvað varðar atvinnulífið. Þannig hyggst hann hanna umhverfisvænt geimskip, knúið með rafmagni, en honum þykir þau hefðbundnu menga heldur mikið.

Hægt er að heita á Ásgeir Val á vefsvæði Hlaupastyrks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert