Sex þotur á klukkustund

Langar biðraðir mynduðust hjá afgreiðslustöðum bílaleiga á Keflavíkurflugvelli.
Langar biðraðir mynduðust hjá afgreiðslustöðum bílaleiga á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Baldur Arnarson

Samtals 133 farþegaþotur lentu eða hófu sig til flugs frá Keflavíkurvelli á laugardaginn var, eða að meðaltali fimm og hálf þota á klukkustund. Það er ein þota á 11 mínútna fresti, að því er lesa má úr tölum um komur og brottfarir á vef flugvallarins.

Mikið annríki var í móttökusal Keflavíkurflugvallar um fjögurleytið síðdegis á laugardag þegar blaðamaður Morgunblaðsins var þar á ferð. Streymdu farþegar út um komuhliðið. Samtals 28 leigubílar biðu þá á hlaðinu vestur af flugstöðinni, að því er fram kemur í umfjöllun um vaxandi umsvif á Keflavíkurflugvelli í Morgunblaðinu í dag.

Norður af flugstöðinni voru á þriðja tug hópferðabifreiða, þar með talið margar af stærstu gerð. Sagðist einn bílstjórinn ætla að fara með hóp í níu daga hringferð um landið. Breiður af bílaleigubílum voru þar á planinu og var ein fjölskyldan að koma sér fyrir í stórum húsbíl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert