Ók yfir 26 gæsir

Óhappið varð við hringtorg á Blönduósi.
Óhappið varð við hringtorg á Blönduósi. mbl.is/Styrmir Kári

26 gæsir lágu ýmist dauðar eða skaddaðar eftir að ökumaður á leið í gegnum Blönduós keyrði inn í miðjan gæsahóp á sunnudag. Varð óhappið við hringtorg í bænum en aflífa þurfti allar gæsirnar sem ekki höfðu drepist við áreksturinn.

Vill lögreglan á Blönduósi upplýsa ökumenn um að þeir sýni að aðgát í akstri þar sem gæsir eiga það til að ganga á götunni og því nauðsynlegt fyrir þá að vera við öllu búnir, að því er kemur fram á vefnum Húna.

Lögreglan á Blönduósi hefur haft nokkrar áhyggjur af ófleygum gæsum sem eru á rölti um bæinn en stór hluti þeirra eru ungar gæsir sem fæddar eru í Hrútey við Blöndu.

Fréttavefur Ríkisútvarpsins fjallar einnig um atvikið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert