9 þúsund fengu greiddar húsaleigubætur

Gistiskýlið við Lindargötu.
Gistiskýlið við Lindargötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Níu þúsund fengu greiddar húsaleigubætur í Reykjavík í fyrra og yfir þrjú þúsund fengu félags- eða sálfræðirágjöf. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að yfir tuttugu þúsund einstaklingar nýttu sér þjónustu  velferðarsviðs með einhverjum hætti á árinu 2014. 

Á velferðarsviði fer fram mjög umfangsmikil starfssemi en  129 starfseiningar eru starfsræktar á sviðinu og þar vinna 2.351 starfsmenn. Heildarútgjöld Reykjavíkurborgar til starfssemi sviðsins námu 15,7% af heildarútgjöldum borgarinnar.

Samþykkt var að innleiða verkefni gegn heimilisofbeldi í samvinnu við önnur sveitarfélög og lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Gistiskýlið fyrir heimilislausa karla  flutti í nýtt og betra húsnæði að Lindargötu 48, þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða flutti einnig í betra húsnæði á Laugavegi 77 og félagsmiðstöðin Borgir opnaði í Spönginni í Grafarvogi.

Ársskýrsla velferðarsviðs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert