Metfjöldi með Herjólfi í júlí

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við fluttum 74.000 farþega með Herjólfi í júlí. Þetta er stærsti einstaki mánuður í flutningum Herjólfs frá upphafi. Fyrra met var 66.000 farþegar og var frá júlí 2012. Þetta var algjör sprengjumánuður.“

Þetta segir Gunnlaugur Gestsson, rekstrarstjóri Herjólfs hjá Eimskip, í Morgunblaðinu í dag. Þá nefnir hann í þessu sambandi að þetta séu fleiri farþegar en Herjólfur flutti allt árið 1996.

„Sumarið er búið að vera gott eftir mjög rólegt vor, þannig að við erum nánast á pari við farþegafjöldann á sama tíma í fyrra. Við erum komnir með um 4.000 fleiri farþega en fyrstu sjö mánuðina í fyrra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert