„Ég er byrjuð að elska líkama minn“

Flúrið er á viðeigandi stað.
Flúrið er á viðeigandi stað. Ljósmynd/ Hreggviður Harðarsson

Geirvörtubyltingin þar sem íslenskar konur frelsuðu geirvörtuna í stórum stíl hafði án efa varanleg áhrif á einstaklinga sem og samfélagið allt. Þessi áhrif verða þó sjaldan eins sýnileg og á hinni 23 ára gömlu Eyrúnu Mist Kristinsdóttur sem fékk orðin „Free The Nipple“ flúruð á líkama sinn í gær.

„Ég hætti að ganga í brjóstarhaldara fyrir um tveimur árum og var ég kölluð skrítin,“ segir Eyrún sem deildi myndinni hér að ofan með notendum Beauty Tips í dag. „Byltingin hefur mjög djúpstæð áhrif á mig þar sem ég er búin að vera að berjast fyrir þessu í langan tíma.

Hún segir að í raun hafi hún ekki ákveðið hvernig flúrið átti að vera fyrr en kvöldið áður en hún fékk sér það. Hún var búin að eiga tíma í flúr í tvo til þrjá mánuði og ætlaði upprunalega aðeins að fá sér hitt flúrið sem sést á myndinni. Hana hafði langað í flúr tengt byltingunni síðan hún horfði á kvikmynd um „Free The Nipple“ en vissi ekki hvernig eða hvar á líkamann fyrr en á síðustu stundu.

„Þýðingin fyrir mér er bara sú að elska líkamann sinn. Ég átti í mjög mikilli „love/hate" sambandi við líkamann minn en þessi bylting hefur umturnað hugsun minni til hans. Ég er byrjuð að elska líkamann minn.“

Eyrún mist elskar líkama sinn í dag.
Eyrún mist elskar líkama sinn í dag. Ljósmynd/Hreggviður Harðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert