Björt framtíð glímir við forystukreppu

Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir.
Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Almennir flokksmenn í Bjartri framtíð telja margir hverjir að aðalvandamál flokksins sé Guðmundur Steingrímsson, formaður flokksins.

Hann er harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki eyrum og athygli kjósenda. Flokkurinn fékk 4,4% fylgi í nýjustu skoðanakönnun MMR.

Sömuleiðis gagnrýna viðmælendur Róbert Marshall, formann þingflokks Bjartrar framtíðar, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Einn viðmælandi lýsir Guðmundi og Róbert með þessum orðum: „Þeir eru bara fallkandídatar úr öðrum stjórnmálaflokkum og þeim fylgir enginn ferskleiki.“ Lýst er eftir frambærilegum konum í forystusveitina og leggja sumir til að bæði formennsku og þingflokksformennsku í Bjartri framtíð verði skipt út með reglulegum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert