Búið að bera kennsl á þjófana

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi. Ljósmynd/Jón Sigurðsson

Búið er að bera kennsl á mennina sem stálu tölu­verðum fjár­mun­um í versl­un­inni Húna­búð á Blönduósi um ell­efu leytið í gærmorg­un. Bæði var stolið úr pen­inga­kassa versl­un­ar­inn­ar sem og pen­inga­veski versl­un­ar­eig­and­ans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er mannanna nú leitað en þeir eru taldir vera útlendingar.

Eins og fram kom á mbl.is villti ann­ar mannanna um fyr­ir eig­anda versl­un­ar­inn­ar á meðan hinn laumaðist og stal pen­inga­vesk­inu og tæmdi úr pen­inga­kass­an­um. 

Fyrri frétt mbl.is: Þjófnaður á Blönduósi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert