Fram upp í þriðja sæti

Tiago Fernandes keyrir með boltann í kvöld.
Tiago Fernandes keyrir með boltann í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram er komið í þriðja sæti Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu eft­ir sig­ur á Fylki, 2:1, í Úlfarsár­dal í kvöld.

Fram er með tíu stig í þriðja sæti. Fylk­ir er hins veg­ar í tólfta og neðsta sæti deild­ar­inn­ar með eitt stig.

Fylk­is­menn komust yfir á 30. mín­útu leiks­ins. Þá fór skot Hall­dórs Jóns Sig­urðar Hall­dórs­son­ar, sem stefndi á fjær­stöng­ina, af Fram­ar­an­um Adam Erni Arn­ar­syni og rúllaði í nær­hornið, 1:0.

Aðeins þrem­ur mín­út­um síðar fékk Fram víti. Þá braut Ásgeir Eyþórs­son á Tiago Fern­and­es inn í teig og Ívar Orri Kristjáns­son dóm­ari benti á punkt­inn. 

Guðmund­ur Magnús­son steig á hann en Ólaf­ur Kristó­fer Helga­son varði frá hon­um. 

Fram var ekki lengi að svara fyr­ir það en á 37. mín­útu jafnaði Har­ald­ur Ein­ar Ásgríms­son met­in með því að vippa yfir Ólaf í mark­inu, 1:1. 

Guðmund­ur jafnaði sig á víta­klúðrinu og kom Framur­um yfir tveim­ur mín­út­um síðar með skalla eft­ir fyr­ir­gjöf frá Tiago, 2:1. 

Fátt gerðist í síðari hálfleik og urðu þar með loka­töl­ur 2:1 Fram í vil. 

Fram heim­sæk­ir Stjörn­una í næstu um­ferð en Fylk­ir fær Breiðablik í heim­sókn. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fram 2:1 Fylkir opna loka
90. mín. Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir) á skot framhjá Boltinn berst til Guðmundar sem er í dauðafæri en setur boltann framhjá. Reyndar stuttur fyrirvari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert