Ökumaður fluttur á slysadeild

mbl.is/júlíus

Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða við Vatnsendaveg / Vífilstaðaveg á tíunda tímanum í gærkvöldi. Báðar bifreiðar eru töluvert skemmdar og fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt til lögreglunnar um umferðaróhapp í Hafnarfirði. Ökumaður bifreiðar hafði fipast við aksturinn og ekið yfir gangstétt og á vegg.  Öryggispúðar bifreiðarinnar sprungu út og hjólabúnaður skemmdist en engin meiðsl á fólki. Bifreiðin flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Um miðnætti stöðvaði lögreglan för ökumanns við Álfheima en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og hefur ítrekað verið stöðvaður réttindalaus við akstur bifreiðar. Þessu til viðbótar hefur maðurinn aldrei öðlast ökuréttindi.

 Síðdegis í gær var annar ökumaður stöðvaður í Hraunbæ. Sá er grunaður um að hafa ekið bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann hefur ítrekað verið stöðvaður við akstur bifreiðar en hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Bifreiðin hafði ekki verið færð til skoðunar á boðuðum tíma og skráningarnúmer því tekin af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert