„Þetta verður mikið show“

Gert er ráð fyrir því að um 8000 manns leggi leið sína í Laugardalshöll í kvöld en þar fara fram stórtónleikar bandarísku rokksveitarinnar Kings of Leon. 

Hljóm­sveit­ina, sem var stofnuð árið 1999, skipa bræðurn­ir Ca­leb, Nath­an og Jared Followill og frændi þeirra Matt­hew Followill, all­ir frá Nashville Tenn­essee. Hljóm­sveit­in hef­ur und­an­farið verið aðal­núm­erið á stærstu tón­leika­hátíðum heims, meðal ann­ars á Hró­arskeldu, Coachella, Gla­st­on­bury, Rock Werchter og Lollap­alooza.

Árið 2010 vann hljóm­sveit­in til Grammy verðlauna í nokkr­um flokk­um, þar á meðal flokk­un­um Plata árs­ins og Besta rokklagið. Þess má geta að enn eru til miðar á tónleikana á tix.is

mbl.is kíkti í Laugardalshöll í dag en þar var undirbúningur í fullum gangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert