Umferðartafir vegna elds í tengivagni

Eldur kviknaði í dekkjabúnaði á tengivagni vörubíls sem var á ferðinni á Reykjanesbraut, skammt frá IKEA, eftir hádegi í dag.

Tilkynning um eldinn barst klukkan rétt rúmlega tvö, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Vel gekk að slökkva eldinn.
Vel gekk að slökkva eldinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður vörubílsins náði að aftengja tengivagninn eftir að eldurinn kviknaði.

Að sögn varðstjórans gekk slökkviliðinu vel að slökkva eldinn en töluverður reykur steig upp á svæðinu um skamma hríð, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Engin hætta var á ferð, bætir hann við aðspurður.

Uppfært kl. 15.29:

Umferðin gengur hægar en venjulega á Reykjanesbraut vegna eldsvoðans, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim sökum er aðeins önnur akreinin opin til vesturs (að Hafnarfirði) og verður svo eitthvað áfram.

Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að sýna tillitssemi vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert