Ráðherra vill efla starfið í Kína

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/afp

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að þörf sé á að efla starfsemi utanríkisþjónustunnar á í nokkrum löndum, þar á meðal í Kína.

„Það hefur verið gríðarlega mikið skorið niður og fækkað í utanríkisþjónustunni frá því eftir hrun. Ég tek alveg undir það með greinarhöfundum að ákjósanlegt væri að geta eflt starfsemi sendiráðs Íslands í Kína,“ segir utanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag.

Egill Þór Níelsson, framkvæmdastjóri Kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar, og Helgi Már Jósepsson, lögfræðingur hjá KPMG, skrifuðu grein í Morgunblaðið sl. mánudag, undir fyrirsögninni Fríverslunarsamningur við Kína: Vannýtt tækifæri eða hæg framför. Gunnar Bragi benti á að tækifærin sem fælust í fríverslunarsamningnum við Kína væru ekki síst undir því komin hvernig innflytjendur og útflytjendur nýttu þau.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert