Úrskurður en ekki kjarasamningur

Páll Halldórsson
Páll Halldórsson Eggert Jóhannesson

Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, var ánægður með upplýsingafund sem BHM hélt handa sínum félagsmönnum. Á fundinum var niðurstaða gerðardóms skýrð, farið yfir ákvarðanir gerðardóms og spurningum úr sal svarað. Hann segir að nýr samningur sé úrskurður en ekki samningur.

„Mér fannst þetta gagnlegur fundur og það bárust margar góðar fyrirspurnir úr sal sem hægt var að upplýsa það sem hægt er að gera því það er auðvitað enn nokkur óvissuatriði uppi,“ segir Páll og bætir við að stóra málið sé auðvitað að enginn kjarasamningur hafi verið gerður.

„Þetta er ekki kjarasamningur. Þetta er úrskurður og það er auðvitað gallar í úrskurði því það vantar ýmislegt sem nauðsynlegt er að hafa í kjarasamning. Svo á fólk að klára hlutina með því að undirrita eitthvað.“

Hann bendir á að ríkið verði að taka á nokkrum sérmálum. „Á fundinum í kvöld var nefnt leikara hjá Þjóðleikhúsinu, þroskaþjálfara í framhaldsskólum og ýmis mál sem þarf að taka sérstakalega á vegna þess að það lá alltaf fyrir að forsenda þess að við vorum í sameiginlegum viðræðum var sú að áður en gengið yrði frá endanlegum samningi þá yrði gengið frá sérmálum félaganna. Það þarf að taka á þeim brýnustu. Þessi dómur horfir framhjá því. Hann býr bara til einn texta fyrir alla.“

Páll segir að þrátt fyrir að enginn kjarasamningur hafi verið gerður hafi verið stigið skref í rétta átt að meta menntun til launa. „Þetta er í rétta átt en það þarf að fylgja þessu eftir. En það er gefið merki og það var í rétta átt. Það koma ákvæði að meta menntun en við teljum að það þurfi að meta hana betur og þurfi að vera skýrari. En þetta kemur í ljós þegar þegar samningurinn fer í framkvæmd.“

Páll hefur verið iðinn í sumar og lítið fengið frí. Fundarhöld tóku sinn tíma og baráttan fór í forgrunn. Þrátt fyrir það ætlar hann ekki alveg strax í frí. „Ég tek mér smá frí seinni partinn í september og kannski eitthvað vetrarfrí. Hitta ættingja og vini,“ segir hann og hlær.

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. Eggert Jóhannesson
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM. Eggert Jóhannesson
Margmenni var á fundinum.
Margmenni var á fundinum. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert