Dísilolían hefur fallið hratt gagnvart bensíni

Haldi dísilolía áfram að lækka gagnvart bensíni gæti eftirspurn eftir …
Haldi dísilolía áfram að lækka gagnvart bensíni gæti eftirspurn eftir dísilbílum aukist einnig.

Verðmunur á bensíni og dísilolíu hefur aukist hratt frá því í byrjun árs og er nú 19 krónur; verð á bensínlítranum er um 213 krónur og dísillítrinn kostar um 194 krónur.

Verð á dísilolíu er sveiflukennt milli árstíða; það nær hámarki á veturna og lágmarki á sumrin, að því er fram kemur í umfjöllun um hreyfingar á verði eldsneytis í Morgunblaðinu í dag.

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að ef munurinn haldi áfram að aukast megi búast við að eftirspurn eftir dísilbílum aukist líka. Að mörgu þurfi þó að hugsa í því samhengi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert