„Fyrsta alþjóðlega hlaupið“

Hlauparar frá öllum heimshornum mættu í Laugardalshöllina til að ganga frá skráningum fyrir Reykjavíkurmaraþonið í dag. Góð stemning var hjá viðmælendum mbl.is sem kváðust spenntir fyrir hlaupi morgundagsins. Meðal viðmælenda voru tveir Kanadabúar sem hyggjast hlaupa hálfmaraþon. Þeir sögðu kulda og harðneskjulegt veðurfar landsins ekki gera þeim hlaupið erfiðara, enda væru heimaslóðirnar litlu auðveldari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert