Rúmlega helmingur landsmanna trúaður

Rúmlega helmingur Íslendinga telur sig trúaða samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallup eða 51%. Tæpur þriðjungur, eða 30%, er ekki trúaður og 14% skilgreina sig sem trúleysingja. Aðrir taka ekki afstöðu.

Talsvert fleiri, eða 63%, telja sig trúaða á heimsvísu, 22% telja sig ekki trúuð og 11% trúleysingja. Flestir telja sig trúaða í Taílandi eða 94%. Þá koma Armenía, Bangladesh, Georgía og Marokkó með 93%. Flestir trúleysingar eru í Kína eða 63% samkvæmt könnuninni. Þá koma Hong Kong með 34%, Japan með 31% og Tékkland með 30%.

„Hæst hlutfall trúaðra er í Afríku og Mið-austurlöndum en þar segjast um átta af tíu vera trúaðir, um sjö af tíu í Austur-Evrópu og Ameríku, og sex af tíu í Asíu,“ segir í fréttatilkynningu. „Í Vestur-Evrópu og Eyjaálfu eru nær 50% sem segjast annaðhvort ekki vera trúaðir einstaklingar eða segjast vera trúleysingjar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert