Spyr um eðli sóknargjalda

Formaður Vantrúar, Sindri Guðjónsson, hefur sent Ólöfu Nordal innanríkisráðherra bréf þar sem hann óskar eftir svörum við því hvort sóknargjöld teljist félagsgjöld eða framlög úr ríkissjóði. Vísar hann í greinargerð sem unnin hafi verið fyrir ráðuneytið en ekki verið birt um eðli sóknargjalda og segir að á grundvelli hennar ætti að vera auðvelt að svara fyrirspurninni.

„Ég hef verið að undirbúa kröfugerð um endurgreiðslu á þessum tekjuskatti sem ríkið hefur ranglega innheimt, sem leitt hefur til þess að ég hef ofgreitt tekjuskatt. Sú kröfugerð byggist á því að um félagsgjöld sé að ræða. Af þeim sökum væri æskilegt að fá svar við þessari spurningu til þess að hægt sé að ganga úr skugga um hvort tilefni sé til að beina þessum kröfum að ríkinu eða ekki,“ segir í bréfinu til ráðherrans.

Frétt mbl.is: Skoðar eðli sóknargjalda

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert