ESB skoðar næstu skref

Norden.org

„Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er kunnugt um álit umboðsmanns sambandsins og vinnur að því að meta áhrif þess sem og næstu skref.“

Þetta segir Maja Kocijancic, talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Eins og fjallað hefur verið um hefur umboðsmaður Evrópusambandsins gagnrýnt framkvæmdastjórn sambandsins harðlega fyrir að hætta einhliða að veita svonefnda IPA-styrki til verkefna á Íslandi en styrkirnir voru veittir í tengslum við umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið.

Fram kemur í áliti umboðsmannsins að framkvæmdastjórnin telji að ekki hafi verið réttalætanlegt að fjármagna áfram verkefnin á Íslandi eftir að ljóst var að Ísland stefndi ekki að því að ganga í Evrópusambandið. Umboðsmaðurinn telur hins vegar að umsóknarferlið sé ekki forsenda þess að framkvæmdastjórnin standi við gerða samninga um styrkina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert