Innkalla vegna gruns um salmonellu

Twin Bar frá Schär hefur verið innkallað.
Twin Bar frá Schär hefur verið innkallað.

Heilsa ehf. í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar súkkulaðið, Twin Bar frá Schär með tilliti til neytendarsjónarmiða. Samkvæmt tilkynningu frá framleiðanda hefur komið upp grunur að ákveðin framleiðslulota gæti innihaldið salmonellu sem eiga sér uppruna í hrávöru sem notuð hefur verið í framleiðslu vörunnar.

Um er að ræða framleiðslulotu með eftirfarandi gildistíma 26.05.16.

Vöruheiti: Schär Twin Bar
Strikamerki: 8008698010235
Framleiðandi: Schär
Innflytjandi: Heilsa ehf.

Sala á ofangreindri vöru hefur verið stöðvuð og einnig er unnið að því að fjarlægja hana úr verslunum. Neytendur sem hafa keypt vöruna eru vinsamlega beðnir að skila henni í verslunina þar sem hún var keypt.

Vörunni hefur verið dreift á eftirfarandi staði:
- Blómaval, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Krónan, Kjarval, Lifandi markaður, Lyfjaver, Nettó, Strax, Heimkaup, Þín Verslun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert