Vill enn afsökunarbeiðni

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem ítrekuð er krafa um opinbera afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar Kastljóss 23. júní um hópmálsókn á hendur honum af hálfu hluthafa í Landsbanka Íslands.

Björgólfur telur að umfjöllunin hafi verið hlutdræg og eingöngu byggst á sjónarmiðum og gögnum frá þeim sem standa að hópmálsókninni. Honum hafi í raun ekki verið veitt tækifæri til jafns við þá til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Beinir Björgólfur þeim spurningum til stjórnar Ríkisútvarpsins hvort hún telji vinnubrögð Kastljóssins hafa verið góð og fagleg, hvort sanngirni og hlutlægni hafi verið gætt að hennar áliti og hvort stjórnin telji að upplýsinga hafi verið leitað frá báðum eða öllum aðilum og sjónarmið þeirra kynnt sem jafnast.

Frétt mbl.is: Sendu málið fyrir dómstól götunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert