Leita allra leiða til að draga úr halla

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er klárt mál að það þarf að ráðast í aðgerðir vegna stöðu borgarsjóðs. Síðasti ársreikningur kom ekki vel út og við höfum vitað af stöðunni. Það þarf að leita allra leiða til þess að draga úr þessum halla,“ sagði Halldór A. Svansson, borgarfulltrúi Pírata.

Nauðsynlegt að taka erfiðar ákvarðanir

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir að grípa hefði átt til víðtækra aðgerða í fjármálum borgarinnar strax fyrir ári. Nauðsynlegt sé nú að taka erfiðar ákvarðanir til þess að bæta stöðuna.

Í hálfsársuppgjöri Reykjavíkurborgar kemur fram að afkoma A-hluta borgarsjóðs, þess hluta sem fjármagnaður er með skattfé, var á fyrri helmingi ársins neikvæð um 3 milljarða kr.

Gert var ráð fyrir tapi upp á 1,2 milljarða í áætlunum. Borgarsamstæðan, A- og B-hluti, skilaði alls 303 milljón kr. hagnaði, en gert var ráð fyrir 2,14 milljarða króna hagnaði. Alls var því rekstrarniðurstaðan 1,84 milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Skýringar á verri afkomu borgarinnar en lagt var upp með eru margvíslegar. Þungt vegur lakari afkoma Orkuveitunnar með lækkandi álverði. Álverð hefur lækkað enn frekar síðan í lok júní svo að sjá má fram á frekara tekjufall vegna þess. Talsvert minni framlög fengust frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en búist var við. Ekkert varð af innleiðingu bankaskatts á tímabilinu sem borgin hafði gert ráð fyrir.

Afkoman 1,8 milljarði undir áætlun 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert