Makrílveiðar minni báta taka við sér

Smábátar að makrílveiðum.
Smábátar að makrílveiðum.

Smábátar eru búnir að veiða rúmlega 1.800 tonn af makríl á vertíðinni og hafa veiðarnar tekið vel við sér síðustu daga.

Á sama tíma í fyrra var mun meiri afli kominn á land, um 5.200 tonn. Þrír minni bátar eru komnir með yfir 100 tonn hver og alls hafa 40 bátar landað makrílafla. Mestu hefur verið landað á Snæfellsnesi og á Suðurnesjum.

Samkvæmt yfirliti Fiskistofu eru íslensk skip búin að landa um 120 þúsund tonnum af makríl á vertíðinni. Skip með aflareynslu eru með mestar heimildir, eða yfir 123 þúsund tonn, og eru þau búin að landa um 87 þúsund tonnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert