Vatnið getur verið mjög heitt

Unnið að viðgerð við Ásvallagötu í morgun.
Unnið að viðgerð við Ásvallagötu í morgun. Ljósmynd/Orkuveitan

Vegna bilunar á hitaveitu við Njarðargötu/Lokastíg verður að öllum líkindum heitavatnslaust á Skólavörðuholtinu og á einhverjum svæðum í miðborginni í dag. Mögulega verða breytingar á þrýstingi annars staðar á meðan. 

Verið er að opna fyrir heitt vatn frá Bergstaðarstræti að Skólavörðustíg. Enn er heitavatnslaust á stórum hluta Skólavörðuholtsins, sem og á Freyjugötu í vesturbæ Reykjavíkur.

Unnið er að viðgerð og eru á þriðja tug viðgerðarmanna að störfum, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Ef fólk verður vart við að heitt vatn flæði upp úr götum er það beðið um að hafa samband við þjónustuvakt OR í síma 516-6200 og fara að öllu með gát þar sem vatnið getur verið mjög heitt.

Fólki er bent á að passa að heitavatnskranar séu ekki opnir á meðan á viðgerð stendur. Til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert