Laugardalshöll í Kanada

Liev Schreiber og Toby Maguire sem Spassky og Fischer.
Liev Schreiber og Toby Maguire sem Spassky og Fischer. Ljósmynd/Bleecker Street

Í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina Pawn Sacrifice, sem fjallar um Bobby Fischer og skákeinvígi hans við Boris Spassky sem fram fór í Reykjavík 1972, má sjá hvernig aðstandendur myndarinnar hafa endurgert Laugardalshöll í kvikmyndaveri.

Atriðið er þó ekki tekið upp hér á landi, heldur í Kanada, þar sem stærstur hluti myndarinnar var kvikmyndaður. Þótt Ísland leiki eðlilega töluvert hlutverk í myndinni stóðu tökur hér á landi frekar stutt yfir, segir í Morgunblaðinu í dag.

Vildi Ed Zwick, leikstjóri myndarinnar, að allt liti sem eðlilegast út. Í lokaskákinni tefla þeir Liev Schreiber og Toby Maguire, sem leika Spassky og Fischer, á taflborði sem notað var í einni einvígisskákinni í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert