Tíu vilja í Oddaprestakall

Oddakirkja.
Oddakirkja. Ljósmynd/Kirkjan.is

Tíu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Oddaprestakalli Suðurprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. október nk.

Umsækjendurnir eru séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, cand. theol. Erla Björk Jónsdóttir, mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson, mag. theol. Hildur Björk Hörpudóttir, cand. theol. Kristinn Snævar Jónsson, mag. theol. María Rut Baldursdóttir, cand. theol. María Gunnarsdóttir, séra Úrsúla Árnadóttir, mag. theol. Viðar Stefánsson.

Frestur til að sækja um embættið rann út 25. ágúst sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert