Píratar stærstir í fimm kjördæmum

Píratar mælast með mest fylgi allra flokka í fimm kjördæmum af sex. Eina undantekningin er norðvesturkjördæmi þar sem Framsóknarflokkurinn mælist stærstur. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallups sem fjallað var um í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Sjá frétt mbl.is: „Viljum helst ekki þurfa að vera til“

Píratar mælast með meira en þriðjungsfylgi í fjórum af sex kjördæmum. Fylgi Pírata mælist 42% í Reykjavíkurkjördæmunum, 37% í Suðurkjördæmi og 35% í Suðvesturkjördæmi. Fylgið er 29% í Norðausturkjördæmi. Píratar mælast stærstir í öllum þessum kjördæmum. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur í þremur af fjórum kjördæmum en munurinn á flokkunum er á bilinu níu til 24 prósentustig. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn mælast öll með tuttugu prósenta fylgi í Norðausturkjördæmi og deila því öðru sætinu á eftir Pírötum.

Flokkurinn fengi fimmtán af 29 kjördæmakjörnum þingsætum á höfuðborgarsvæðinu. 

Sjá ítarlega frétt Ríkisútvarpsins um málið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert