90% sjómanna ánægðir í starfi

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Um 90 prósent sjómanna eru ánægðir í starfi sínu en aðeins um 4 prósent eru óánægðir. Þetta kemur fram í nýbirtri könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu. Tæplega 80 prósent sjómanna voru ánægðir með að hafa sjómennsku að atvinnu.

Meðal annars var spurt út í öryggismál á sjó og segir í frétt á vef Samgöngustofu að niðurstöðurnar bendi til þess að sjómenn taki öryggismál alvarlega. „Þannig vekur það athygli í þessari könnun að undirmenn á skipum telja að öryggismálum sé ábótavant og það skorti fræðslu og kynningu fyrir nýliða. Skipstjórar telja öryggismálin séu í góðu horfi og að það sé ekki skortur á öryggisráðstöfunum,“ segir á vef Samgöngustofu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert