Samfélagsmiðlar lögreglunni sneggri

Hafsteinn sáttur með græjurnar sem hann endurheimti.
Hafsteinn sáttur með græjurnar sem hann endurheimti. Af Facebook-síðu lögreglunnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir sögu af seinheppnum gítarleikara sem hlaut þó gleðilegar lyktir. Ungi maðurinn týndi tösku sem innihélt tæki að verðmæti hundruð þúsunda króna en með aðstoð samfélagsmiðla komst hún aftur í hans hendur í þann mund sem lögreglan var komin á sporið.

Sagt er frá Hafsteini, ungum listaháskólanema í tónsmíðum, á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann er gítarleikari í fjórum hljómsveitum og um síðustu helgi var nóg að gera í æfingum úti um hvippinn og hvappinn. Í rápinu á milli staða glataðist taska með græjum með dýrum tækjum sem eigandi saknaði sáran.

Hann tilkynnti um þetta inn á sölusíðu tónlistarmanna og var færslunni deilt út um allt auk þess sem samband var haft við lögregluna. Taskan dúkkaði svo upp síðunni „Brask og brall“ þar sem maður einn að nafni Guðmundur birti af henni mynd en hann hafði fundið hana á Völlunum. 

„Það skemmtilega var að lögreglan hafði líka séð myndina birtast á þessari síðu. Þeir leituðu Guðmund uppi, sáu hann keyra frá heimili sínu að iðnaðarhúsnæðinu á Völlum og birtist á bílastæðinu þegar við vorum búnir að mæla okkur mót við hann til að fá töskuna afhenta. Afhendingin fór mjög friðsamlega fram í viðurvist lögreglunnar,“ segir í bréfi sem barst lögreglunni um málið.

Þessi frábæra saga barst okkur í dag, en við erum afskaplega ánægð með að gítarinn skyldi vera kominn í réttar hendur....

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Friday, 4 September 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert