Þingið sett á þriðjudag

Nýtt löggjafarþing kemur saman á þriðjudaginn 8. september samkvæmt forsetabréfi sem gefið var út í byrjun mánaðarins og hefst dagskráin klukkan 10:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Klukkan 11:05 ganga þingmenn til Alþingishússins og skömmu síðar gengur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í þingsalinn, setur þingið og flytur ávarp.

Eftir að forseti Íslands yfirgefur þingsalinn að loknu ávarpi sínu og tónlistaratriði stýrir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, þingfundi og flytur ávarp. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til klukkan 13:00. Þingmenn, ráðherrar og gestir fara að því loknu í Skálann til móttöku. Fjárlagafrumvarpi er síðan útbýtt þegar þingsetningarfundur hefst á ný og hlutað verður um það hvar þingmenn sitja á komandi vetri í þingsalnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert