Vilja matskerfi til að bæta þjónustu við eldra fólk

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Svana Helen Björnsdóttir, eigandi Stika, og …
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Svana Helen Björnsdóttir, eigandi Stika, og Erlendur Steinn Guðnason framkvæmdastjóri. mbl.is/Styrmir Kári

Hægt væri að bæta þjónustu við eldra fólk í heimahúsum til muna ef öldrunarmatskerfi sem mæti þörf á heimahjúkrun og heimaþjónustu yrði innleitt á landsvísu.

Þetta sagði Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, þegar hann kynnti ásamt fleirum nýsköpunar- og þróunarsamstarf Stika, sem er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki, við Landspítala háskólasjúkrahús og fleiri heilbrigðisstofnanir.

Pálmi taldi jafnframt skynsamlegt og tímabært að sett væri reglugerð um upptöku slíks matskerfis á landsvísu, svipað og var gert gagnvart öllum hjúkrunarheimilum landsins fyrir tæpum 20 árum og hefur gefið góða raun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert