Allt í einn landbúnaðarsamning

Landbúnaður er fjölbreyttur. Nú stendur til að reyna að einfalda …
Landbúnaður er fjölbreyttur. Nú stendur til að reyna að einfalda samskipti ríkis og bænda. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stefnt er því að sameina tvo meginsamninga ríkisvaldsins og bænda í einn. Samninganefndirnar hittust á fyrsta fundi sínum í fyrradag.

Stefnt er að því að ljúka viðræðum á þessu ári þannig að hægt sé að leggja drög að lagabreytingum fyrir vorþing, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Búvörusamningur er grundvöllur búvörulaga sem kveður á um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Þrír búvörusamningar eru í gildi; um mjólk, sauðfjárafurðir og grænmeti. Búnaðarlög tóku aftur á móti við af tveimur lagabálkum, búfjárræktarlögum og jarðræktarlögum, og tóku til stuðnings ríkisins við jarðabætur í sveitum og búfjárrækt. Lögin eru meginundirstaða ráðunautaþjónustu landbúnaðarins og geyma ákvæði um félagskerfi landbúnaðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert