Töluvert af hnúðlaxi

Hnúðlax sem veiddist í Þorskafjarðará í Þorskafirði þann 31. ágúst.
Hnúðlax sem veiddist í Þorskafjarðará í Þorskafirði þann 31. ágúst. mbl.is/Jóhann G, Bergþórsson

Í sumar hefur nokkuð borið á fregnum af hnúðlaxi í afla veiðimanna. Hafa fiskarnir veiðst víðs vegar um landið.

Þetta kemur fram á vef Veiðimálastofnunar. Þar segir að veiðimenn sem telji sig veiða slíka fiska, eða aðra furðufiska, séu beðnir að hafa samband við Veiðimálastofnun. Jafnan dugir góð ljósmynd ásamt upplýsingum um lengd og þyngd til tegundargreiningar.

Kynþroska hnúðlaxahængar eru auðþekktir á hnúðnum á bakinu, sem líkist nokkurs konar kryppu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert