Fjölskipaður dómur í máli Annþórs og Barkar

Frá Litla-Hrauni.
Frá Litla-Hrauni. Ómar Óskarsson

Líklegt er að aðalmeðferð í máli gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni vegna dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni hefjist í næsta mánuði. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Dómari þess ætlar að finna sérfróða meðdómendur í málið sem sitja munu fjölskipaðan dóm.

Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, segir að mælið verði næst tekið fyrir 22. september en þá muni hann leggja fram greinargerð sína í málinu. Jafnframt hafi verið ákveðið að láta þýða matsskýrslur erlendra sérfræðinga af ensku yfir á íslensku. Við fyrirtökuna síðar í mánuðinum verði tímasetning aðalmeðferðarinnar endanlega ákveðin en líklegt séð að hún hefjist um miðjan október.

Þeir Annþór og Börkur eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem hafi leitt til dauða samfanga þeirra í maí árið 2012. Upptökur öryggismyndavéla eru sagðar sýna tvímenningana fara inn í klefa hins látna skömmu áður en hann kenndi sér meins og lést í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka