Tveir í sjálfheldu við Fláajökul

Björgunarfólk við störfæ Mynd úr safni.
Björgunarfólk við störfæ Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarfélag Hornafjarðar er nú við Fláajökul á Mýrum að sækja tvo erlenda ferðamenn sem lentu í sjálfheldu í klettum. Mennirnir voru á göngu á svæðinu og fóru af slóða og upp í kletta til að sjá betur yfir jökulinn.

Dvöldu þeir of lengi í klettunum þannig að þegar þeir hugðust ganga til baka var orðið nokkuð dimmt og sátu þeir því fastir. Annar maðurinn gat klöngrast aðeins niður, sá hringdi eftir aðstoð og gat sent gps staðsetningu með símanum þannig að ekki þurfti að leita þeirra. Fyrstu bjargir eru komnar að honum. Hinn situr fastur ofar í klettunum og vinna björgunarmenn að því að tryggja sig með línum til að komast að honum og ná honum niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert