Dávid Tencer nýr Reykjavíkurbiskup

Dávid Bartimej Tencer.
Dávid Bartimej Tencer.

Frans páfi hefur í dag samþykkt afsögn Péturs Bürcher biskups í Reykjavíkurbiskupsdæmi af heilsufarsástæðum, en það hafði Pétur biskup ráðið honum. Þetta var tilkynnt samtímis í Páfagarði og á skrifstofu Reykjavíkurbiskupsdæmis.

Sem nýjan Reykjavíkurbiskup hefur páfi skipað monsignor Dávid Tencer. Bürcher biskup mun áfram gegna störfum í biskupsdæminu uns eftirmaður hans verður vígður og settur í embætti laugardaginn 31. október 2015 kl. 18.00 í Dómkirkju Krists Konungs í Reykjavík.

Þetta kemur fram í frétt á vef kaþólsku kirkjunnar.

„Eftir tuttugu og eins árs þjónustu í embætti biskups í Sviss og á Íslandi kveður Pétur Bürcher biskup af heilsufarsástæðum með trega fagurt land og ungt, og sem betur fer vaxandi biskupsdæmi,“ segir m.a. í fréttinni. 

Svo segir:

Hann hóf í desember 2014 70. æviár sitt. Sem biskup emeritus mun monsignor Bürcher þjóna kirkjunni áfram en á annan hátt. Í samráði við patríarkann í Jerúsalem hefur hann ákveðið að dvelja um hríð og hluta úr árinu í Landinu helga um leið og aðstæður þar gera það mögulegt. Þar mun hann stunda bænahöld og eftir því sem mögulegt er skipuleggja kyrrðardaga og pílagrímsferðir til aðstoðar kristnum mönnum í Landinu helga [Ísrael], líkt og hann gerði í upphafi prestþjónustu sinnar.“

Hinn hluta ársins mun hann dvelja í Sviss í kvennaklaustri Dóminíkana í Schwyz.

 Dávid Bartimej Tencer fæddist 18. maí 1963 í Nová Baňa í Slóvakíu. Hann hlaut prestvígslu 15. júlí 1986 í Banská Bystrica í Slóvakíu fyrir biskupsdæmið Banská Bystrica, var aðstoðarsóknarprestur í Hriňova og síðar aðstoðarprestur í Zvolen. Hann varð stjórnandi prestakallsins í Sklenne Teplice árið 1989 og 1989 í Podkonice.

Hér má lesa frekari upplýsingar á íslensku um Dávid

Pétur Bürcher.
Pétur Bürcher.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert