Segir niðurstöðuna dauðadóm

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Héraðsdómur Reykjavíkur komast að þeirri niðurstöðu í dag að Fanney Björk Ásbjörnsdóttir eigi ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C. Fanney smitaðist af sjúkdómnum fyrir 32 árum síðan við blóðgjöf við fæðingu dóttur sinnar árið 1983.

Fanney sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að niðurstaða héraðsdóms væri gríðarleg vonbrigði. Niðurstaðan fæli í raun í sér dauðadóm yfir sér. Um er að ræða lyfið Harvoni sem gefið er lifrarbólgusjúklingum annars staðar á Norðurlöndunum en hefur ekki staðið hérlendum sjúklingum til boða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert