Með soninn ofan í kerru á Reykjanesbraut

Verkefni lögreglunnar eru af ýmsum toga.
Verkefni lögreglunnar eru af ýmsum toga. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gær sendibifreið sem ekið var eftir Reykjanesbraut. Lögreglan segir að það hafi verið gert af „ærinni ástæðu“ enda hafi barn setið í rallíbíl sem var á kerru sem sendibifreiðin dró á eftir sér.

Svo segir í tilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér.

„Í ökumannssæti rallýbifreiðarinnar sat barn sem reyndist vera sonur ökumanns sendibifreiðarinnar. Barnið var með öryggisbelti yfir báðar axlir. Ökumaðurinn var færður yfir í lögreglubifreiðina til viðræðna og honum gerð grein fyrir því að svona athæfi væri ekki liðið,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Hún tekur fram að faðirinn hafi lofað bót og betrun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert