Samþykktu að draga tillöguna til baka

Frá borgarstjórnarfundi í dag.
Frá borgarstjórnarfundi í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á aukafundi sem lauk nú í kvöld að draga til baka tillögu sem samþykkt var þann 15. september þess efnis að sniðganga vörur sem eiga uppruna sinn í Ísrael. Tillögurnar, sem voru samhljóða tillögur frá meiri- og minnihluta, voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

Tillögur minni- og meirihluta voru sameinaðar til að draga úr því að minnihlutinn væri að leiðrétta það sem meirihlutinn hefði gert rangt, segir Halldór Halldórsson. Hann lýsti vonbrigðum með að meirihlutinn hefði ekki tekið til greina ítrekaðar ábendingar um að draga greinargerðina með tillögu sinni til baka.

Hann sagði að það myndi draga dilk á eftir sér.

Miklar umræður sköpuðust á fundinum. Framan af snérust umræðurnar aðallega um þá ákvörðun að spyrða saman tillögur meiri- og minnihluta þess efnis að draga tillöguna til baka. Minnihlutinn var ósáttur við þá ákvörðun, og sagði það tilraun meirihlutans til að skrifa söguna sér í hag og geta sagt að tillaga meirihlutans hafi verið samþykkt.

Borgarfulltrúar minnihlutans vöktu hins vegar athygli á að tillaga minnihlutans hafi komið fram á undan, auk þess sem greinargerðir með tillögunum væru ekki sambærilegar. Í greinargerð meirihlutans væri til að mynda gert ráð fyrir að vinna málið áfram og útfæra sniðgöngu frekar. Fulltrúum minnihlutans þótti með því ekki nóg að gert til að takmarka það tjón sem þeir sögðu tillöguna þegar hafa valdið íslenskum efnahag.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór meðal annars fram á að borgarstjóri segði af sér og Júlíus Vífill gerði því einnig skóna.

Björn Blöndal sagði í ræðu sinni að fyrir hefði farist að tiltaka að sniðganga ætti vörur frá hernumdu svæðum Palestínu, ekki Ísrael í heild.

Hjálmar Sveinsson sagði í andsvörum við ræðu sem Kjartan Magnússon hélt að tilgangur ræðunnar hafi umfram allt verið að koma höggi á vinsælan borgarstjóra.

Skúli Helgason borgarfulltrúi sagði ekkert benda til að hætt væri við uppbyggingu hótels við Hörpureit. Hann vísaði til yfirlýsingar sem send var fjölmiðlum í morgun. Í henni stóð meðal annars:

„Við látum öðrum eftir pólitísk úrlausnarefni, hvort heldur er á Íslandi eða á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hef ég fulla trú á umburðarlyndi Íslendinga og virðingu þeirra fyrir öllu fólki,“ segir Richard L. Friedman, forsvarsmaður fjárfesta í Edition Hotel Project, í yfirlýsingu.

Júlíus Vífill sagði í ræðu sinni að hann óttaðist að borgarbúar héldu að borgarstjórn ynni mál með þeim hætti og hann sagði raunina hafa verið með það mál sem nú er til umræðu. Hann segir þessi vinnubrögð hins vegar einsdæmi, hann hefði ekki séð önnur eins vinnubrögð á sínum langa ferli.

Júlíus Vífill sagði nauðsynlegt að vinna aftur traust „hins almenna gyðings.“ Það dugaði ekki að vera reiður sjálfum sér, það dygði skammt til að bæta tjón þeirra sem hann segir að tillagan hafi valdið.

„Á borgarstjóra hvílir mikil ábyrgð,“ segir Júlíus, og að hver borgarstjóri verði að axla þá ábyrgð og að margir borgarstjórar hafi þurft að leggja sína persónu til hliðar gegnum tíðina.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundinum að borgarstjóri ætti að lágmarka tjónið sem hann sagði hina fyrri tillögu hafa valdið með því að segja af sér, og uppskar lófatak frá hluta áhorfenda á pöllum ráðhússins.

Dagur B. Eggertsson sagði þörf á að skerpa á því hver stefna Íslands sé að versla við hernumdu svæðin. Það væri hins vegar ekki hlutverk borgarstjórnar.

Hann rifjaði upp að tillögur þess efnis að vörur frá hernumdu svæðum Palestínu væru sérmerktar hefðu fengið jákvæða umsögn í utanríkisráðuneytinu.

„Að þekkja og virða sín valdamörk er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna og það þarf stöðugt að vera í gangi. Þetta er líka eitt af þeim gildum sem sá flokkur sem ég starfa fyrir leggur mikla áherslu á,“ sagði Halldór Auðar Svansson meðal annars í ræðu sinni. „Ég hef oft verið gagnrýninn á vald annarra og látið í mér heyra þegar mér finnst því vera illa beitt, til dæmis þegar mér finnst lögreglan ekki gæta meðalhófs eða forsætisráðherra seilast inn á verksvið sveitarfélaga í óþökk þeirra. Sú gagnrýni yrði af engu höfð ef ég gerði sjálfan mig og einhverja félaga mína undanskilda frá slíkri gagnrýni og lokaði eyrunum þegar ég fæ á mig málefnalega gagnrýni á það hvernig ég hegða mér sjálfur.“

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni að svo virtist sem fulltrúum meirihlutans væri sama um þær afleiðingar sem tillagan sem samþykkt var 15. september hefur að hennar mati haft í för með sér.

Hún segir engu máli skipta hvernig borgarfulltrúum líði vegna þessa, heldur sé það eina sem skipti nú máli að lágmarka skaðann eftir að meirihlutinn sendi þau kolröngu skilaboð að sniðganga vörur frá heilli þjóð.

„Þetta eru ótrúlegir stælar og undanbrögð,“ sagði Áslaug að meirihlutinn hafi sýnt af sér. „Þetta er fáránleg niðurstaða.“ Hún rifjaði upp orð borgarstjóra í byrjun fundar þess efnis að greinargerðir skiptu ekki máli, aðalmálið væri að verið væri að draga tillöguna til baka. Annað segir hún að hafi komið í ljós í máli borgarfulltrúanna, sem hún segir „fabúlera“ um að skaðinn sé nánast enginn.

Dagur B. Eggertsson á fundinum í dag.
Dagur B. Eggertsson á fundinum í dag. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Sjálfstæðismenn ráða ráðum sínum.
Sjálfstæðismenn ráða ráðum sínum. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Innlent »

Aðalmeðferð í máli Sveins hefst í dag

08:46 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en Sveinn er ákærður fyrir stófellda líkamsárás í Mosfellsdal 7. júní sl. Sá sem varð fyrir árásinni hét Arnar Jónsson Aspar, en hann lést í kjölfar hennar. Meira »

Vonskuveður í vændum

08:33 Hríðarbakki er væntanlegur úr norðri og síðdegis, upp úr kl. 16-17, mun veður versna til muna norðanlands og eins á norðanverðum Vestfjörðum. Meira »

Vetrarfærð víða um land

08:03 Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi. Eins er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og Vestfjörðum og eitthvað um éljagang og skafrenning. Meira »

Nýti reynsluna uppbyggilega

07:57 „Að missa tvíburasystur mína í bílslysi er nokkuð sem mun fylgja mér alla ævi. Ég hef aldrei verið samur maður á eftir; þetta er stöðugt í huganum. Þó eru liðin tæp þrettán ár síðan þetta gerðist,“ segir Þórir Guðmundsson, lögregluþjónnn á Ísafirði. Meira »

„Sláandi að þurfa að bíða svona lengi“

07:37 Níræð kona sem fótbrotnaði aðfaranótt föstudags hefur legið inni á bráðadeild Landspítalans síðan þá með ómeðhöndlað fótbrot. Konan var sett í gifs frá nára og niður úr til að draga úr kvölum meðan hún bíður aðgerðar. Meira »

Stormviðvörun á morgun

06:40 Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu eða éljum um landið norðanvert frá þriðjudegi til föstudags. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, segir í athugasemd á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Langtímaveikindi sliga sjúkrasjóð KÍ

05:30 Aukning langtímaveikinda meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands hefur leitt til þess að skerða þarf þann tíma sem félagsmenn eiga rétt á greiddum sjúkradagpeningum um 25%. Meira »

Gripinn glóðvolgur við þjófnað

05:47 Lögreglan handtók mann á fimmta tímanum í nótt við Fróðaþing sem liggur undir rökstuddum grun um að hafa brotist inn í bifreiðar. Meira »

Skýrslan um neyðarlánið í janúar

05:30 Skýrsla sem Seðlabanki Íslands hefur um nokkurra ára skeið verið með í vinnslu og lýtur að veitingu þrautavaraláns til Kaupþings í október 2008 mun að öllum líkindum líta dagsins ljós í janúar næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Meira »

Auðvelt að brjótast inn í snjallúr

05:30 Upp á síðkastið hefur verið fjallað um ákveðnar gerðir snjallúra, sem ætluð eru börnum. Úrin eru nettengd tæki með staðsetningarbúnað og gera foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barna sinna. Meira »

Fötin ganga í endurnýjun lífdaga

05:30 Um 300 manns afhentu Ungmennaráði Barnaheilla barna- og unglingaföt í gær þegar samtökin stóðu fyrir árlegri fatasöfnun í tilefni af afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Brjóta lög á eigendum

05:30 „Ég skil ekki að einhver geti fengið leyfi til að fara inn í húsnæði og bola annarri starfsemi út,“ segir Magnús Árnason, eigandi flugeldasölunnar Gullborgar við Bíldshöfða 18. Meira »

Telja sig vinmarga og hrausta

05:30 Hinn dæmigerði Íslendingur er býsna ánægður með lífið og tilveruna, hann telur sig búa í hreinu umhverfi og við mikil loftgæði. Hann á vin eða ættingja sem hann getur leitað til og ver næstum því fjórðungi tekna sinna í húsnæði og ýmsan kostnað sem því fylgir. Meira »

Hinsti hvílustaður hvutta og kisu

05:30 Á jörðinni Hurðarbaki í Kjós hvíla jarðneskar leifar meira en 200 gæludýra en þar hefur verið gæludýragrafreitur frá árinu 2002. Meira »

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Í gær, 22:45 Engar ákvarðanir voru teknar á fundi Almannavarna nú í kvöld varðandi Öræfajökul. Óvissuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vísindamenn Jarðvísindastofnunar í dag unnið að því að rannsaka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og Al­manna­varna yfir jökulinn í gær. Meira »

Músagangur slær met

05:30 Músagangur hefur verið áberandi í sveitum á Suðurlandi að undanförnu svo bændur þar muna vart annað eins.   Meira »

Óttast ekki hið ókomna

Í gær, 23:21 „Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ segir Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli. Sigrún hefur lifað góðu samlífi við jökulinn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breytast í bráð. Hún fylgist þó grannt með gangi mála. Meira »

Tólf fluttir á sjúkrahús

Í gær, 22:32 Alls voru 12 fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag. Andri Heide, yfirlæknir í Ólafsvík, sem var fyrstur á vettvang, segir aðstæður hafa verið hryllilegar. Svo slæmar að einn sjúkrabílanna með reyndan bílstjóra hafi fokið af veginum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
HERRAMENN ÚTI Á LANDI- EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI TIMA Í BÚÐARRÁP MEÐ FRÚNNI.
þÁ ER EG TIL STAÐAR . Öruggur bíll og bílstjóri- sækji á flugvöll eða rútu- veit...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...