Samþykktu að draga tillöguna til baka

Frá borgarstjórnarfundi í dag.
Frá borgarstjórnarfundi í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á aukafundi sem lauk nú í kvöld að draga til baka tillögu sem samþykkt var þann 15. september þess efnis að sniðganga vörur sem eiga uppruna sinn í Ísrael. Tillögurnar, sem voru samhljóða tillögur frá meiri- og minnihluta, voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

Tillögur minni- og meirihluta voru sameinaðar til að draga úr því að minnihlutinn væri að leiðrétta það sem meirihlutinn hefði gert rangt, segir Halldór Halldórsson. Hann lýsti vonbrigðum með að meirihlutinn hefði ekki tekið til greina ítrekaðar ábendingar um að draga greinargerðina með tillögu sinni til baka.

Hann sagði að það myndi draga dilk á eftir sér.

Miklar umræður sköpuðust á fundinum. Framan af snérust umræðurnar aðallega um þá ákvörðun að spyrða saman tillögur meiri- og minnihluta þess efnis að draga tillöguna til baka. Minnihlutinn var ósáttur við þá ákvörðun, og sagði það tilraun meirihlutans til að skrifa söguna sér í hag og geta sagt að tillaga meirihlutans hafi verið samþykkt.

Borgarfulltrúar minnihlutans vöktu hins vegar athygli á að tillaga minnihlutans hafi komið fram á undan, auk þess sem greinargerðir með tillögunum væru ekki sambærilegar. Í greinargerð meirihlutans væri til að mynda gert ráð fyrir að vinna málið áfram og útfæra sniðgöngu frekar. Fulltrúum minnihlutans þótti með því ekki nóg að gert til að takmarka það tjón sem þeir sögðu tillöguna þegar hafa valdið íslenskum efnahag.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór meðal annars fram á að borgarstjóri segði af sér og Júlíus Vífill gerði því einnig skóna.

Björn Blöndal sagði í ræðu sinni að fyrir hefði farist að tiltaka að sniðganga ætti vörur frá hernumdu svæðum Palestínu, ekki Ísrael í heild.

Hjálmar Sveinsson sagði í andsvörum við ræðu sem Kjartan Magnússon hélt að tilgangur ræðunnar hafi umfram allt verið að koma höggi á vinsælan borgarstjóra.

Skúli Helgason borgarfulltrúi sagði ekkert benda til að hætt væri við uppbyggingu hótels við Hörpureit. Hann vísaði til yfirlýsingar sem send var fjölmiðlum í morgun. Í henni stóð meðal annars:

„Við látum öðrum eftir pólitísk úrlausnarefni, hvort heldur er á Íslandi eða á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hef ég fulla trú á umburðarlyndi Íslendinga og virðingu þeirra fyrir öllu fólki,“ segir Richard L. Friedman, forsvarsmaður fjárfesta í Edition Hotel Project, í yfirlýsingu.

Júlíus Vífill sagði í ræðu sinni að hann óttaðist að borgarbúar héldu að borgarstjórn ynni mál með þeim hætti og hann sagði raunina hafa verið með það mál sem nú er til umræðu. Hann segir þessi vinnubrögð hins vegar einsdæmi, hann hefði ekki séð önnur eins vinnubrögð á sínum langa ferli.

Júlíus Vífill sagði nauðsynlegt að vinna aftur traust „hins almenna gyðings.“ Það dugaði ekki að vera reiður sjálfum sér, það dygði skammt til að bæta tjón þeirra sem hann segir að tillagan hafi valdið.

„Á borgarstjóra hvílir mikil ábyrgð,“ segir Júlíus, og að hver borgarstjóri verði að axla þá ábyrgð og að margir borgarstjórar hafi þurft að leggja sína persónu til hliðar gegnum tíðina.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundinum að borgarstjóri ætti að lágmarka tjónið sem hann sagði hina fyrri tillögu hafa valdið með því að segja af sér, og uppskar lófatak frá hluta áhorfenda á pöllum ráðhússins.

Dagur B. Eggertsson sagði þörf á að skerpa á því hver stefna Íslands sé að versla við hernumdu svæðin. Það væri hins vegar ekki hlutverk borgarstjórnar.

Hann rifjaði upp að tillögur þess efnis að vörur frá hernumdu svæðum Palestínu væru sérmerktar hefðu fengið jákvæða umsögn í utanríkisráðuneytinu.

„Að þekkja og virða sín valdamörk er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna og það þarf stöðugt að vera í gangi. Þetta er líka eitt af þeim gildum sem sá flokkur sem ég starfa fyrir leggur mikla áherslu á,“ sagði Halldór Auðar Svansson meðal annars í ræðu sinni. „Ég hef oft verið gagnrýninn á vald annarra og látið í mér heyra þegar mér finnst því vera illa beitt, til dæmis þegar mér finnst lögreglan ekki gæta meðalhófs eða forsætisráðherra seilast inn á verksvið sveitarfélaga í óþökk þeirra. Sú gagnrýni yrði af engu höfð ef ég gerði sjálfan mig og einhverja félaga mína undanskilda frá slíkri gagnrýni og lokaði eyrunum þegar ég fæ á mig málefnalega gagnrýni á það hvernig ég hegða mér sjálfur.“

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni að svo virtist sem fulltrúum meirihlutans væri sama um þær afleiðingar sem tillagan sem samþykkt var 15. september hefur að hennar mati haft í för með sér.

Hún segir engu máli skipta hvernig borgarfulltrúum líði vegna þessa, heldur sé það eina sem skipti nú máli að lágmarka skaðann eftir að meirihlutinn sendi þau kolröngu skilaboð að sniðganga vörur frá heilli þjóð.

„Þetta eru ótrúlegir stælar og undanbrögð,“ sagði Áslaug að meirihlutinn hafi sýnt af sér. „Þetta er fáránleg niðurstaða.“ Hún rifjaði upp orð borgarstjóra í byrjun fundar þess efnis að greinargerðir skiptu ekki máli, aðalmálið væri að verið væri að draga tillöguna til baka. Annað segir hún að hafi komið í ljós í máli borgarfulltrúanna, sem hún segir „fabúlera“ um að skaðinn sé nánast enginn.

Dagur B. Eggertsson á fundinum í dag.
Dagur B. Eggertsson á fundinum í dag. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
Sjálfstæðismenn ráða ráðum sínum.
Sjálfstæðismenn ráða ráðum sínum. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Innlent »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn af hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
BMW klossar, olíusía og olíusíuverkfæri
BMW bremsuklossa sett framan Báðum megin framan. Passar á eftirfarandi hjól ...
 
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...