Vel gengur að fækka rottum

Hérlendis eru svartrottur einungis í byggð í Heimaey.
Hérlendis eru svartrottur einungis í byggð í Heimaey. mbl.is

Hérlendis eru svartrottur einungis í Heimaey og gengur vel að fækka þeim, að sögn Friðriks Páls Arnfinnssonar, meindýraeyðis í Vestmannaeyjum.

Í skýrslu Erps Snæs Hansen um lundarannsóknir 2014 kemur fram að reynt hafi verið að útrýma svartrottum í Heimaey með eitri 1994 án árangurs en þá hafi brúnrottum, sem eru hættulegar sjófuglum, verið útrýmt.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Friðrik Páll, að rotturnar séu einungis í holræsum og á sorphaugunum í Heimaey og reyndar hafi nær tekist að útrýma þeim á haugunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert