Útnefndir heimsmeistarar í skyrsölu

Eigendur Skyr Finland taka á móti bikar úr hendi Ara …
Eigendur Skyr Finland taka á móti bikar úr hendi Ara Edwald, forstjóra MS. Stofnendurnir, þeir Mika Leppäjärvi og Miikka Eskola, eru lengst til vinstri. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, útnefndi umboðsmenn skyrsins í Finnlandi heimsmeistara í skyrsölu á skyrhátíð sem efnt var til í Helsinki um helgina.

Sala á skyri hefur stóraukist þar í landi og á síðasta ári seldust um 3.000 tonn. Búast má við því að salan verði hátt í 5.500 tonn á þessu ári en hún var 150 tonn fyrsta árið.

Í umfjöllun um skyrhátíðina í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að nú eru liðin fimm ár frá því sala á skyri hófst í Finnlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert