Mikið tekjutap í makríl

Uppsjávarskipið Aðalsteinn Jónsson fra Eskifirði að makrílveiðum á nýliðinni vertíð. …
Uppsjávarskipið Aðalsteinn Jónsson fra Eskifirði að makrílveiðum á nýliðinni vertíð. Útlit er fyrir að dregið verði úr veiðum á næsta ári. Ljósmynd/Viðar Sigurðsson

Verði veiðar Íslendinga á makríl á næsta ári í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, og hlutfall Íslendinga af heildinni óbreytt hefur það mikið tekjutap í för með sér.

Verulegur samdráttur er lagður til í makrílveiðum og gæti útflutningsverðmæti í makríl minnkað um 6,3 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Útflutningsverðmæti í kolmunna gæti minnkað um 570 milljónir króna, en aukist í norsk-íslenskri síld um 760 milljónir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert