Kólnar og frystir mjög víða

Svona var umhorfs í hlíðum Esjunnar um klukkan 10 í …
Svona var umhorfs í hlíðum Esjunnar um klukkan 10 í morgun. mbl.is/Jón Pétur

Í kvöld og nótt kólnar og frystir mjög víða á landinu í hægum vindi. Að auki verða él eða slydduél á ferðinni og einkum um vestan- og suðvestanvert landið. Hætt er við myndun lúmskrar ísingar við þessar aðstæður. Snjóföl gerir á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á öðrum fjallvegum vestan- og suðvestanlands og á höfuðborgarsvæðinu eru metnar um 30-40% líkur á að alhvítt verði á götum í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Sjá veðurvef mbl.is.

Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og krap á Þorskafjarðarheiði en annars eru helstu leiðir á landinu greiðfærar.

Á hálendinu er færð víða farin að versna, einkum norðanlands, og er Eyjafjarðarleið lokuð og þungfært á norðanverðri Sprengisandsleið og á Öskjuleið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert