Úrkoma gæti farið yfir 150 mm

Kort/Veðurstofa Íslands.

Miklir vatnavextir eru í ám á sunnan- og vestanverðu landinu. Áfram er búist við mikilli rigningu suðaustanlands fram á kvöld og aðfaranótt þriðjudags á svæðinu frá Mýrdalsjökli að Höfn.

Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla og þar gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 150 mm líkt og sjá má á korti sem fylgir fréttinni.

Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ár og læki geta orðið varahugaverð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert