Verði meðvitaðri um neyslu hrísgrjóna

Í þeim viðmiðum er börnum og fullorðnum ráðlagt að neyta …
Í þeim viðmiðum er börnum og fullorðnum ráðlagt að neyta ekki hrísgrjóna eða vara úr hrísgrjónum oftar en fjórum sinnum í viku

Hrísgrjón og hrísgrjónavörur eru notaðar í ýmsum matvörum eins og hrískökum og morgunkorni sem höfðar einkum til yngstu kynslóðarinnar, t.d. rice krispies, coco popps og nýjasta Frozen-korninu frá Kelloggs.

Neytendur þurfa að vera meðvitaðir um neyslu hrísgrjóna og hrísgrjónavara, því þær innihalda efnið arsen, en viðmiðin um ráðlega neyslu þessara matvara munu breytast í þessum mánuði þegar Matvælastofnun gefur út nýjar ráðleggingar til neytenda um arsen í matvælum.

Það er gert í samstarfi við Embætti landlæknis, Háskóla Íslands og ungbarnavernd. Ástæðan er niðurstaða rannsóknar sænska matvælaeftirlitsins (Livsmedelsverket) á hrísgrjónum og hrísgrjónavörum á sænskum markaði sem leiddi í ljós hátt arsen-magn í hrísgrjónavörum. Þessi rannsókn var gerð í framhaldi af niðurstöðum rannsóknar á þungmálmum í barnamat og ungbarnablöndum þar sem kom í ljós að arsen var í miklu magni í hrísgrjónavörum, sérstaklega hrísgrjónadrykkjum.

Í kjölfarið breytti sænska matvælastofnunin viðmiðum sínum í septembermánuði. Í þeim viðmiðum er börnum og fullorðnum ráðlagt að neyta ekki hrísgrjóna eða vara úr hrísgrjónum oftar en fjórum sinnum í viku. Þá eiga börn ekki að borða hrískökur.

Höfum ekki bolmagn í svipaða rannsókn og í Svíþjóð

Ingibjörg Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun, segir að nú sé unnið að því að fara í gegnum skýrsluna sem sé mjög ýtarleg. „Þar sem þetta eru sömu matvæli og eru notuð hér á landi þá býst ég við að sömu viðmið muni gilda hér og voru innleidd í Svíþjóð,“ segir Ingibjörg.

Spurð hvort sambærileg rannsókn á hrísgrjónum og hrísgrjónavörum verði gerð hér á landi segir hún það vera tvíverknað. Hún bendir á að Svíar séu framarlega á þessu sviði og umrædd rannsókn hafi verið yfirgripsmikil. Gerð var áhættumatsgreining á niðurstöðunum miðað við neyslumynstur fólks. „Við höfum ekki bolmagn til slíkra rannsókna og erum glöð að geta nýtt okkur þessar niðurstöður.“

Í sænsku rannsókninni voru tekin 102 sýni af m.a. hrísgrjónum (basmati, jasmine, long grain og hýðishrísgrjónum), hrísgrjónakökum, grjónagraut, morgunkorni, hrísgrjónadrykkjum og glútenfríu brauði, núðlum og glútenfríu pasta. Sýnin voru úr vörum frá öllum helstu framleiðendum auk þess sem tekin voru sýni af lífrænum vörum.

Ingibjörg bendir á að reglulega séu mældir þungmálmar og arsen í matvælum og neysluvatni hér á landi. Árlega er mælt hlutfall þungmálma í íslenskum dýraafurðum, kjöti, mjólkurvörum og eggjum. Síðast var mælt hlutfall arsens í íslenskum dýraafurðum árið 2012. Á þessu ári er verið að mæla arsen í matvælunum og liggur niðurstaðan fyrir á næsta ári. „Arsenmælingarnar hafa alltaf komið vel út en við fáum að vita um leið og eitthvað óvenjulegt mælist,“ segir Ingibjörg.

Neyslutölur frá árinu 2011

Ekki er vitað með vissu hversu mikið af hrísgrjónum Íslendingar borða árið 2015. Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem fram fór á árunum 2010-2011 var meðalneysla Íslendinga á aldrinum 18-80 ára 19 g af soðnum hrísgrjónum á dag. Þetta tók ekki til neyslu vara úr hrísgrjónum eins og t.d. á hrísgrjónagraut, hrísgrjónanúðlum eða morgunkorni. Landskönnunin var samstarfsverkefni Embættis landlæknis, Rannsóknarstofu í næringarfræði og Matvælastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær næsta landskönnun á mataræði verður lögð fyrir. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur hjá Embætti landlæknis, segir það mikilvægt að fylgjast reglulega með mataræði þjóðarinnar en til þess þarf að koma aukafjármagn.

Eitur í stórum skömmtum
» Arsen finnst í mismiklu magni í bergi og er því náttúrulegt efni.
» Efnið berst í grunnvatn og með vatninu í plöntur.
» Hrísgrjónaplantan er vatnsfrek og safnast arsen upp í meira mæli í hrísgrjónum en í öðrum korntegundum.
» Magnið getur verið mjög breytilegt eftir landsvæðum og jafnvel milli akra í sama héraði.
» Í stórum skömmtum er arsenið eitur. Á þeim svæðum þar sem arsen hefur fundist í miklum mæli, t.d. í grunnvatni, er aukin fylgni við tíðni krabbameins.
Hrísgrjón og hrísgrjónavörur eru notaðar í ýmsum matvörum morgunkorni sem …
Hrísgrjón og hrísgrjónavörur eru notaðar í ýmsum matvörum morgunkorni sem höfðar einkum til yngstu kynslóðarinnar, t.d. nýjasta Frozen-korninu frá Kelloggs.
Hrísgrjón og hrísgrjónavörur eru notaðar í ýmsum matvörum eins og …
Hrísgrjón og hrísgrjónavörur eru notaðar í ýmsum matvörum eins og hrískökum og morgunkorni Kristinn Ingvarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert