Mótmæltu í Straumsvík

Frá fundinum fyrir utan aðalhlið verksmiðjunnar í dag.
Frá fundinum fyrir utan aðalhlið verksmiðjunnar í dag. Mynd/Félag vélstjóra og málmtæknimanna

Stéttarfélög starfsmanna hjá Rio Tinto Alcan um allan heim gripu til aðgerða í dag þar sem þess var krafist að starfsmenn byggju við góð og örugg störf hjá fyrirtækinu sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi. Af þeim sökum var efnt til samstöðufundar við aðalhlið verksmiðjunnar í Straumsvík í hádeginu í dag og krafist úrbóta hjá fyrirtækinu.

Gylfi Ingvarsson talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá Ísal flutti þar stutt ávarp þar sem hann kom inn á kjaramál starfsmanna. „Við hvetjum samninganefnd ÍSAL til að klára samninga við hluteigandi verkalýðsfélög eins fljótt og auðið er, án þess þó að störf almennra starfsmanna verði sett í almenna verktöku. Við viljum hvetja stjórnendur og samninganefnd ÍSAL  að virða og meta þann mannauð sem býr í þekkingu og reynslu þeirra starfsmanna sem hafa lagt starfsævi sína undir til að tryggja sem bestu  afkomu fyrirtækisins í gegnum árin,“ er haft eftir Gylfa í tilkynningu frá stéttarfélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert