Ríkharður tekur við í Fjallabyggð

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ríkharður Hólm Sigurðsson var kosinn nýr forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð á auka fundi bæjarstjórnar í gær. Þetta kemur fram á vef Fjallabyggðar. Var fundurinn haldinn vegna afsagnar Magnúsar Jónassonar en hann var handtekinn í síðustu viku vegna gruns um fjárdrátt.

Ríkharður er starfinu vel kunnugur þar sem hann hefur sinnt starfi forseta bæjarstjórnar í fjarveru Magnúsar sem hafði verið í veikindaleyfi frá því í júlí í fyrra og fram í september.

Á fundinum var Kristinn Kristjánsson, oddviti Fjallabyggðarlistans sem Magnús leiddi áður, kosinn aðalmaður á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðalmaður á Aðalfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert