Vilja varnargarð gegn flóði í Vík

Eldgos Umbrotin í Eyjafjallajökli höfðu talsverð áhrif á daglegt líf …
Eldgos Umbrotin í Eyjafjallajökli höfðu talsverð áhrif á daglegt líf fólks. mbl.is/Golli

„Það eina sem er nokkuð öruggt í þessu máli er að flóðið kemur og að það styttist í það með hverjum deginum sem líður.“

Þetta segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal, í Morgunblaðinu í dag, en bæjarfélagið hefur óskað eftir fjárveitingu frá Alþingi til að undirbúa varnir gagnvart hamfaraflóði í tengslum við Kötlugos.

Ásgeir segir að lengi hafi menn haft áhyggjur af stöðu þorpsins í Vík í Mýrdal þegar til næsta Kötlugoss kemur. Ekki hafi hins vegar verið við nein gögn að styðjast um hugsanlega atburðarás fyrr en nýlega þegar Vegagerðin framkvæmdi hermun á flóðum sem fylgja munu gosi til að meta áhrif þeirra á samgöngumannvirki. Var verkið unnið í tengslum við byggingu nýrrar brúar yfir Múlakvísl. Ákveðið var að kosta einnig vinnu við slíkt líkan sem tæki til áhrifa flóða á byggðina í Vík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka